DELL Legacy of Good

Við höfum verið dugleg við að tala um DELL Legacy of Good og ærin ástæða til.

Hvernig fyrirtækið setur samfélags- og umhverfisábyrgð í fyrsta sæti er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar og við bara getum ekki hætt að monta okkur af þessum frábæra samstarfsaðila.

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um verkefni sem verið er að vinna þessa dagana.


Gróðurhúsið endurhugsað

Til að hjálpa til við að fæða heiminn, þurfa ræktendur að endurhugsa hvernig hlutirnir eru gerðir. Þetta eru DELL og fyrirtækið AeroFarms akkúrat að gera. Þeir hafa byggt gróðurhús sem er algjörlega sjálfvirkt - tölvur sjá um allt frá því að planta til þess að vökva og uppskera.
Þetta leiðir til 390 sinnum meiri framleiðni og 95% minnkun á vatnsnotkun.

Image for Hafplast í pakkningar

Hafplast í pakkningar

DELL hefur tekið ákvörðun um að leggja sitt af mörkum til að hreinsa höfin. Markmiðið er að hafið sé ekki síðasta stopp plasts, heldur sé hægt að endurnýta það svo til endalaust. Þetta er hluti af stærra verkefni Dell sem þeir kallar á móðurmálinu „Closed-loop recycling“. Allar pakkningar og framleiðsla skulu vera endurnýtanlegar eða algjörlega niðurbrjótanlegar. Náttúran á ekki að taka við neinum úrgangi. Þetta er auðvitað risavaxið verkefni sem kostaði gífurlega peninga í upphafi en Dell hafa sýnt fram á, að framtíðarsýn sem þessi er ein besta fjárfestingin sem fyrirtæki geta lagt í.

 

 

Plasti er safnað úr hafi, fjörum og ám. Það er sent til hreinsunar og það plast sem ekki hentar til vinnslunnar er sent í aðra endurvinnslu. Að lokum blandar DELL plastinu saman við annað endurunnið plast og býr til pakkningar sem fartölvur eru sendar í um allan heim. Með þessu sparast ekki bara orka og peningar, heldur losnar hafið við 73 tonn af plasti til ársins 2025. Það munar um minna.

 


 

 

 

Image for Eins manns rusl...

Eins manns rusl...

Okkar menn hjá DELL leggja mikið upp úr umhverfisvernd í sinni framleiðslu og það hættir alls ekki í plastinu. Fyrirtækið tekur til baka eldri vélbúnað og endurnýtir svo til allt úr þeim. Til dæmis gullið.


Nú hefur endurvinnslan tekið á sig skemmtilega mynd, því í samstarfi við leikkonuna Nikki Reed ætlar DELL að gefa út skartgripalínu sem unnin er úr endurunnu gulli.

Ferillinn er 99% umhverfisvænni en að grafa gull úr jörðu og gerir DELL ráð fyrir að endurnýta 45 þúsund tonn af efni fyrir árið 2020. Mest fer auðvitað aftur í nýjan búnað en sumt fer í þessa stórglæsilegu skartgripi.


Image for

Úr pústi í prent

Á Indlandi eru dísel rafstöðvar mikið notaðar til að keyra loftræstingar þegar hitinn er sem mestur. Þetta skapar að sjálfsögðu mikla mengun og nú er svo komið að 14 af 20 menguðustu borgum heims eru í Indlandi. Í samstarfi við lítið fyrirtæki á Indlandi eru DELL farnir að taka þessa mengun og breyta í blek. Sérstakar vélar eru festar á útblástursrör rafstöðvanna sem kæla útblásturinn og sía sótina frá. Öðru megin kemur blek, hinu megin hreint loft. Magnað!

Image for

Eftir miklar rannsóknir á gæði og öryggi bleksins, hófu Dell að nýta þetta sérstaka blek í prentun utan á sölupakkningar sínar í desember 2017. Ef þú hefur eignast DELL vöru síðan þá, eru því allar líkur á að þú eigir part af þessu magnað verkefni heima hjá þér! Að prenta á pakkningarnar hefur gengið svo vel að nú stefnir fyrirtækið á að nota þetta vísindablek í alla sína prentun. Til dæmis bæklinga og annað prentað efni. „Eins og með sjávarplastið, þá vonumst við til að verða uppiskroppa með mengunarblek svo við getum byrjað að leita að næstu lausn“ segir Piyush Bhargava, framkvæmdarstjóri hjá Dell.

Opið upp á gátt

Þegar umræðan um vondan aðbúnað verksmiðjustarfsmanna tæknifyrirtæka fór á flug, ákváðu DELL að taka hart á málinu. Allar verksmiðjur voru umsvifalaust teknar út og opnaðar fyrir almenningi. Í staðinn fyrir að búa til myndband, var tekin ákvörðun um að þrívíddarmyndavélar yrðu settar upp. Þannig gæti hver sem er séð hvernig aðbúnaður starfsmanna væri.

Image for Opið upp á gátt