Það skiptir miklu máli að líta vel út á fjarfundunum. Þess vegna mælum við sérstaklega með Teams vottuðum Dell skjáum með innbyggðri háskerpu myndavél, hljóðnemum og hátalara. Dell Conference 24 skjárinn er að auki í fullkominni stærð fyrir heimaskrifstofuna - ekki of lítill, en ekki of plássfrekur.
Stuðlaðu að sjálfbærari framtíð með því að koma gömlum tölvubúnaði í endurnýtingu. Við hjálpum þér að gefa þínum búnaði framhaldslíf og gefum þér inneign upp í nýjan ef í honum leynast verðmæti.
Í takmarkaðan tíma bjóðum við nú upp á glæsilega og fullbúna vinnustöð á tilboði. Innifalið er stórfín Latitude 5000 2-in-1 fartölva, bjartur og skarpur 27" skjár með innbyggðri tengikví, ásamt þráðlausu lyklaborði og mús.